RK Felgur Dufthúða og sandblása ál- og stálsmíði. Við sérhæfum okkur í felgum af öllum stærðum, við gerum líka við skemmdar- og réttum skakkar felgur.

Við endurnýjum húð á felgum með því að sandblása þær og dufthúða í lit að eigin vali. Þú getur líka skilið bílinn eftir hjá okkur og við sjáum um allt.

Við leggjum áherslu á eins hraða og örugga þjónustu og kostur er á, við leggjum metnað í að þjónusta viðskiptavini okkar með allt sem við mögulega getum.

RK FELGUR

ALVÖRU DUFTHÚÐUN

Bílfelgur 4 stk. frá 54.900 með VSK

Mótorhjólafelga frá 14.900 með VSK

Tjaldvagnar og kerrur 2 stk. frá 19.900 með VSK

Innifalið í verðinu er sandblástur og dufthúðun

Við gerum föst verðtilboð í allan sandblástur og dufthúðun á staðnum. Verð fer eftir stærð og umstangi við vinnu.

Hvað annað getum við gert? Við bjóðum líka upp á umfelgun og jafnvægisstillingu, hvort sem þú kemur með felgurnar á dekkjum eða vilt bara skilja bílinn eftir og ná í hann þegar hann er tilbúinn.
Við erum með ál- og málmsuðu og getum gert við og soðið í skemmdar eða brotnar felgur.
Við erum líka með felguréttingarvél og getum rétt skakkar eða bognar felgur.
Ef þú skilur bílinn eftir hjá okkur, þá getum við líka boðið upp á þrif að innan og utan. Sparaðu tíma og gerðu allt á einum stað!

Afhverju kallið þið þetta ekki pólýhúðun?

Dufthúðun er íslenska heitið yfir „Powder Coating“. Það nota mjög fáir það orð, og þeim fer fækkandi samkvæmt mælingum Google. “Poly Coating” er annað enskt orð yfir það sama, en það þýðist yfir á íslensku sem pólýhúðun. En Pólýhúðun ehf hótar lögsóknum á alla sem reyna að nota orðið pólýhúðun, þrátt fyrir að það sé orðið sem flestir nota og sé bein þýðing af enska orðinu Poly Coating. Af einhverjum ástæðum virðast yfirvöld vera sammála þeim, þó Hugverkastofa sé það ekki. Svo dufthúðun, poly coating, duftlökkun, og powder coating eru orðið sem flest fyrirtæki neyðast til að nota, en ekki pólýhúðun.

Hvað er Dufthúðun?

Dufthúðun er þurrlökkun og er notast við þurrt duft. Við dufthúðun er ekki krafist leysiefna til að halda bindi- og fylliefnum í vökvaformi, heldur er duftið sett á með rafhleðslu og svo bakað við 180-240 gráður (fer eftir efni) til að duftið renni saman og fjölliða efnin bindist. Við það myndast sterkari, þykkari og harðgerðari húð heldur en hefbundið blautlakk gefur.

Ferlið fyrir felgur

Við byrjum á að hreinsa allt laust af felgunum svo sem, ventla, skynjara, blý, lím ofl. Næst eru felgurnar sandblásnar til að hreinsa alla málningu, ryð, eða annað sem er á yfirborði felgnanna. Ef þess þarf eru kantskemmdir eða aðrar skemmdir lagaðar. Eftir það eru felgurnar hreinsaðar með hreinsiefni og svo bakaðar í ofni. Því næst eru þær teknar út, látnar kólna, grunnur settur yfir og svo bakaðar. Síðan eru þær teknar út, látnar kólna, litur að eigin vali settur yfir og felgurnar bakaðar aftur. Að lokum eru felgurnar teknar út, látnar kólna, sett glæra yfir og þær bakaðar aftur.

frekari upplýsingar hafið samband í síma 558-0200

Powder Coating

Fólksbíla og Jepplinga Felgur

FelgustærðVerð
13″ – 15″54.900
16″ – 17″64.900
18″ – 19″74.900
20″ – 21″84.900
22″ +89.900

Jeppafelgur (11″-16″ breidd)

FelgustærðVerð
14″ – 16″74.900
17″ – 18″84.900
Mótorhjóla felga: 14.900 Full Verð
Tjaldvagnar/kerrur sett: 29.900 Fullt Verð

Powder Coating Premium

Pakki með Umfelgun og Jafnvægisstilingu

Fólksbíla og Jepplinga Felgur

FelgustærðFullt verð
13″ – 15″64.800
16″ – 17″74.800
18″ – 19″87.800
20″ – 21″97.800
22″ +102.800

Jeppafelgur (11″-16″ breidd)

FelgustærðFullt verð
14″ – 16″84.800
17″ – 18″97.800
33″+ dekk102.800
Beadlock aukagjald: 5.000 krónur

Powder Coating Ultimate

Pakki með Umfelgun, Jafnvægisstilingu og Hraðþjónustu (36 Tímar)

Fyrir fulla þjónustu þarf að panta tíma. Þú kemur með bílinn að morgni og færð hann aftur seinnipart næsta dags.

Fólksbíla og Jepplinga Felgur

FelgustærðFullt verð
13″ – 15″74.800
16″ – 17″84.800
18″ – 19″99.800
20″ – 21″109.800
22″ +114.800

Jeppafelgur (11″-16″ breidd)

FelgustærðFullt verð
14″ – 16″99.800
17″ – 18″109.800
33″+ dekk114.800

Orginal Audi, Benz, BMW og Porsche felgur geta verið erfiðar í sandblæstri, sem á einnig við um skemmdar felgur, og er þá verðflokkur metinn við móttöku. Ef felgur eru dufthúðar fyrir þá eru þær erfiðari í sandblæstri og er verðflokkum metin við móttöku. Við tökum ekki að okkur að sandblása chrome felgur.

Sandblástur og Dufthúðun

Orginal Audi, Benz, BMW og Porsche felgur geta verið erfiðar í sandblæstri og er þá verðflokkur metinn við móttöku. Ef felgur eru dufthúðar fyrir þá eru þær erfiðari í sandblæstri og er verðflokkum metin við móttöku. Við tökum ekki að okkur að sandblása chrome felgur.